Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Strandlínubreytingar og sandflutningar við Suðurströndina

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Útreiknuð sandflutningsgeta strauma við Suðurströnd landsins er borin saman við mældar strandlínubreytingar fyrir skilgreind tímaskref. Markmiðið er að fá innsýn í þau ferli sem hafa áhrif á setsöfnun og rof. Lögð er sérstök áhersla á ströndina við Þorlákshöfn, Landeyjahöfn, Vík í Mýrdal, Jökulsárlón og Höfn í Hornafirði. Á þessum svæðum er mikilvægt að þekkja víxlverkun strandar og strauma, þar sem um er að ræða mikilvægar hafnir og siglingaleiðir, en einnig svæði þar sem rof getur haft alvarleg áhrif á innviði.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að reikna sandflutningsgetu meðfram Suðurströnd landsins í ákveðnum tímaskrefum, þar sem jafnframt eru til nákvæm gögn um strandlínubreytingar út frá loftmyndum, gervitunglamyndum og beinum mælingum. Markmiðið er að bera saman þessi óháðu gögn til að kvarða eða skorða af útreikningana, og jafnframt fá innsýn í hvort staðbundnar aðstæður geta valdið frávikum, t.d. vegna mismunandi framboðs af seti.

Lögð verður áhersla á þá hluta strandarinnar sem mikilvægir eru fyrir hafnargerð og siglingar, eða þar sem áhyggjur eru vegna strandrofs.

Þessi svæði eru við Þorlákshöfn, Landeyjahöfn, Vík í Mýrdal, Jökulsárlón og Höfn í Hornafirði.